144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:50]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Umræðan í þinginu í dag er komin í algjörar ógöngur. Ekki er nóg með það að hér er á dagskrá mál sem stjórnarandstaðan öll telur mjög vanbúið og ekki tækt til umræðu, heldur berast líka fréttir af því að hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra sé hætt við eða hafi dregið til baka stóru húsnæðisfrumvörpin sem hún hefur þó boðað að komi fram á þessu þingi. Mér finnst miklu nær að við frestum þeirri umræðu sem er á dagskrá núna og förum að taka til umræðu þau mál sem virkilega skipta máli hér og nú, þ.e. hvað hæstv. ríkisstjórn ætlar sér fyrir í stefnu varðandi húsnæðismál þjóðarinnar svo og hver hin (Forseti hringir.) margboðuðu en loðnu útspil hennar í kjaradeilum (Forseti hringir.) eru. Það eru þau mál sem við eigum að vera að ræða hér og nú.