144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:26]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Um það er deilt hvort þær upplýsingar nýtist í umhverfismat áætlana eða framkvæmda. Hv. þingmanni var tíðrætt um ferðamennskuna, að ferðamenn kæmu hér til að njóta náttúrunnar. Ég get alveg tekið undir það. En það vill nú þannig til að stærsti ferðamannastaður landsins þar sem langflestir ferðamenn koma er Bláa lónið. Bláa lónið er til komið vegna virkjana. Þar á Suðurnesjum er búið að stofna auðlindagarð þar sem heimamenn nýta orku landsins á sjálfbæran hátt og kemur til með að trekkja og er strax farinn að trekkja að ferðamenn.