144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:40]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég tek undir með hv. þm. Svandísi Svavarsdóttur. Það er svo merkilegt hér í umræðum að stjórnarmeirihlutanum finnst furðulegt að það sé ætlast til þess að í þingsal fari fram störf og ef hlutirnir taka lengri tíma en þau akkúrat höfðu hugsað sér gefur það þeim tilefni til að breyta þingsköpum.

Hæstv. umhverfisráðherra kom hingað fyrr í vikunni og fannst líka óeðlilegt að þingstörfin færu ekki eftir hennar þörfum, að hún hefði þurft að bíða þess aðeins of lengi að koma í ræðustól. Henni fannst það alvarlegra en að stjórnarmeirihlutinn færi í andstöðu við hennar eigið ráðuneyti og ráðleggingar þaðan. (Forseti hringir.) Ég tel að umhverfis- og auðlindaráðherra eigi að koma hingað og vera við þessa umræðu.