144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:43]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Nú vantar klukkuna korter í sex. Ég er ekki mikið fyrir að gorta mig af því en ég er þingflokksformaður og ég hefði búist við að haft yrði haft samband við mig ef það ætti að ræða þessi mál eitthvað. Það hefur ekki verið talað við mig og ekki mér vitandi við aðra þingflokksformenn þannig að greinilega er ekkert verið að ræða við stjórnarandstöðuna um þetta. Með hliðsjón af því verð ég að taka undir þá ósk, í fyrsta skipti vek ég athygli á, að hlé verði gert á þessum fundi og talað saman um dagskrá þingsins til að leysa úr þessu. Þegar þingið kemur sér ekki saman um hvað eigi að ræða er að mínu mati of mikið að til að halda þingfund. Þetta ætti að vera mjög einfalt, við ættum að vera fljót að finna út úr þessu en eins og fram hefur komið á sér ekki stað neitt samtal um það hvernig við ætlum að haga þingstörfum. Og meðan svo stendur (Forseti hringir.) tel ég ekki gagnlegt að halda þingfund.