144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:47]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kem hingað enn og aftur til að hvetja hæstv. forseta til að ljúka þessum fundi og kalla til einhvers konar sáttanefnd. Ég hvet líka hv. þm. Jón Gunnarsson sem er víst ágætismaður til að kalla saman meiri hluta atvinnuveganefndar og draga tillöguna til baka, reyna að skapa sátt í samfélaginu og fara bara eftir því sem áður var ákveðið. Ég er ekkert endilega að ráðast að honum eins og margir kannski hafa gert og persónugert. Ég veit að hann er ekkert að gera þetta einn og sjálfur. Hann fær bara ordrur frá sínum formanni. Það á að virkja hér allt í drasl, ég heyrði það bara þegar Búðarhálsvirkjun var ræst. Þar gaf hann sterklega í skyn að sjálfstæðismenn væru rétt að byrja að virkja landið.

Svo vil ég endilega minnast á Höskuld Þórhallsson sem kom hérna áðan og var „hissasti“ þingmaður í heimi, að hann væri nr. 26 í röðinni, en í ræðum um Icesave 2.–4. desember 2009 hélt þessi sami hv. þingmaður 74 ræður.