144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:56]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tek undir með þeim hv. þingmönnum sem farið hafa fram á að hæstv. umhverfisráðherra sé viðstödd þessa umræðu. Líkt og komið hefur fram er þetta síðari umræða um málið, þ.e. seinasta umræðan, og auðvitað á hæstv. umhverfisráðherra að vera hér viðstödd, hlusta á umræðuna og jafnvel taka þátt í henni eftir atvikum. Ég vil ítreka þá spurningu, sem beint hefur verið til hæstv. forseta, hvort hæstv. ráðherra hafi verið gert viðvart um að viðveru hennar sé óskað.

Ég vil jafnframt biðja um að hæstv. forsætisráðherra sé gert viðvart og beðið um að hann sé einnig hér viðstaddur. Það var hann sjálfur sem bað um það hér við upphaf þingfundar að fram færi rökræða um málið. Þá finnst mér ekki til of mikils mælst að hann sé viðstaddur og taki þátt í þeirri rökræðu.