144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:04]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég sagði hér fyrr í ræðu um fundarstjórn forseta þar sem annar forseti sat á forsetastóli að það væri full ástæða til að gera hlé á störfum þingsins í vikutíma eða svo þannig að við áttuðum okkur á því á hvaða vegferð þingið væri hvað varðar ýmis mál sem eru á leiðinni eða ekki á leiðinni í þingið, vegna þess að hér hefur verið upplýst í fjölmiðlum að við eigum ekki von á húsnæðisfrumvörpum. Við eigum kannski von á einhverju um afnám hafta o.s.frv. Ég held að það sé mikilvægt að við setjumst nú niður og förum yfir þetta.

Það kemur líka alltaf betur og betur í ljós og það er nú nytsemi í svona umræðu. Þegar maður fer að skoða ýmis álit, sérstaklega þegar maður á ekki sæti í atvinnuveganefnd, kemur í ljós að þar er verið að fara með rangt mál af þeim fossakaupmönnum sem hér ríða fram. Þeir hefðu getað farið í álitið sem gert var í kringum 1900, um að full ástæða væri til að virkja Gullfoss. Það voru menn sem samþykktu það þá, það voru full rök fyrir því, er það ekki? Menn sækja sér yfirlýsingar frá ASÍ, en sleppa bréfinu sem sent var sem svar til atvinnuveganefndar. Lesið þið líka álit Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi. Þar er svipuð niðurstaða. Fylgið þið verkefnisáætlun (Forseti hringir.)