144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:40]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir góða ræðu og upplýsandi. Það hefur komið fram síðustu daga að mörgum í meiri hluta atvinnuveganefndar virðist þykja nóg komið af gögnum. Svo skýtur reyndar skökku við að verið er að vitna í gömul gögn en ekki gögn sem hafa borist nefndinni núna í þessari lotu.

Ég vil heyra afstöðu þingmannsins til þessa. Það hefur vissulega komið inn fjöldi umsagna, en stendur ekki styrinn um að verið er að veita umsagnir um tillögur sem koma inn samkvæmt krókaleiðum en ekki eftir lögformlegu ferli rammaáætlunar?