144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:43]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er svo sannarlega sammála hv. þingmanni. Það er auðvitað verið að berjast hér gegn því að góðu og gagnlegu ferli, sem allir þingmenn þess þings sem þá sat kusu með, hver einn og einasti þingmaður, sé kippt úr sambandi. Við viljum láta þetta þýða eitthvað. Og þá má ekki afbaka það og segja að það sé eitthvað annað en það raunverulega er.

Ef menn ætla að virkja og beita handafli og taka freka kallinn á þetta þá geta þeir gert það, en þeir verða að gera það í eigin nafni, ekki í nafni rammaáætlunar.