144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:58]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er alin upp fyrir neðan Hagavatn og ég man vel eftir sandfoki í miðjum heyskap, beinlínis moldroki. En því hefur aðeins linnt á síðustu árum. Þar eru ekki lengur þessir sandstormar sem voru í mínum uppvexti, sem ég man eftir á heitum sumardögum í júní, júlí, ágúst.

Það gefur okkur tilefni til að velta því fyrir okkur hvort jarðvegurinn eða aurinn sé bara farinn og hvort meiri aur komi og þetta byrji allt upp að nýju ef við stækkum lónið. Ég get ekki metið það. Það eru jarðfræðingar, jöklafræðingar og aðrir sem þurfa að gera það fyrir okkur alþingismenn. Ég tel mjög varhugavert að (Forseti hringir.) við leyfum okkur að setja okkur í þessi spor án þess að hafa faglega hæfni til þess.