144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[19:01]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég verð að taka undir þá ósk að hæstv. ráðherra verði viðstaddur umræðuna, eins og ég sagði áðan. Ef þetta er brýnasta mál hennar og hún brennur fyrir því að það fáist afgreitt er eðlilegt að hún sé við umræðurnar og taki þátt í þeim með okkur.

Mér sýnist sem svo að umræðunni ljúki ekki í kvöld, ég held að það sé alveg augljóst. Það hvarflar að mér, ef þetta mál er tekið aftur á dagskrá á þriðjudaginn eftir hádegi, hvort það þurfi þá sérstaklega að óska eftir því, enn og aftur, að hæstv. ráðherra verði viðstaddur umræðuna. Er það ekki sjálfsagt mál að svo sé? Ég tel það og ég tel ekki málefnalegt að hæstv. ráðherra komi hingað upp, skelli einhverju fram og fari svo. Það eru ekki rökræðurnar sem við í stjórnarandstöðunni eða hæstv. forsætisráðherra og fylgifiskar hans eru að biðja um. Rökræður fara ekki fram ef helmingur liðsins og þeir sem fara með völdin vilja ekki taka þátt í þeim.