144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[19:39]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv forseti. Það er alltaf tilgangurinn með þjóðaratkvæðagreiðslu að við viljum leiða erfið deilumál til lykta. Ég vil leiða til lykta spurninguna um það hvort við eigum að vera í NATO eða ekki. Setjum svo að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla og yfirgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar vildi vera í NATO. Ekki er þar með sagt að ég væri þá hættur að berjast fyrir úrsögn Íslands úr NATO en um leið mundi ég virða niðurstöðuna. Maður getur því verið andvígur niðurstöðu úr ferli sem maður sættir sig við.

Það er það sem ég er að tala fyrir hérna, að við höfum verið að reyna að smíða ferli sem gerir okkur auðveldara að taka ákvarðanir en líka takast á um ólík sjónarmið. Þess vegna finnst mér þessi löggjöf vera svo merkileg og (Forseti hringir.) svo dapurlegt þegar hún er eyðilögð.