144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[19:52]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við töluðum um viðhorfsbreytingu gagnvart náttúrunni. Ég held að þörf sé á sams konar viðhorfsbreytingu gagnvart þinginu og gagnvart vinnubrögðunum sem við ástundum hér. Þeim þurfum við að breyta og við þurfum öll að leggjast á árarnar um að breyta viðhorfum okkar allra til þeirra vinnuferla sem við erum að koma okkur saman um og við verðum og eigum að virða.