144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

starfsáætlun og væntanleg stjórnarfrumvörp.

[13:54]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég tek undir kröfur félaga minna sem hafa tjáð sig og ítreka að mér finnst mjög alvarlegt að hér stöndum við frammi fyrir því að engin mál frá ríkisstjórninni hafa komið inn á þing samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Það er greinilegt að formenn ríkisstjórnarinnar bera nákvæmlega enga virðingu fyrir forseta Alþingis sem mér finnst mjög mikið vandamál. Nú á ekki bara að setja störf þingsins í uppnám. Samkvæmt forsætisráðherra eða viðtölum við forseta Alþingis á að vera hér sumarþing — en það hafa engin mál komið inn á þingið. Um hvað eigum við að fjalla á sumarþingi? Er ekki tilefni til að hafa fund með þingflokksformönnum og útskýra nákvæma tímalínu á því hvenær þessi meintu mál eiga að koma á dagskrá þingsins, forseti?