144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

starfsáætlun og væntanleg stjórnarfrumvörp.

[14:23]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég ætla að leyfa mér að koma hérna upp og lýsa ánægju minni með fundarstjórn forseta. Mér finnst hæstv. forseti stýra þessu af festu og ákveðni og tel hann hafa svarað öllu því sem hann er spurður hér eins greinilega og mögulegt er. Ég þakka honum kærlega fyrir það, en það er umhugsunarvert hvort við þurfum ekki að vísa því til forsætisnefndar hvernig við högum samtölum okkar á þinginu, í hvaða farvegi við höfum þau og hvernig við notum þennan lið.