144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

forgangsmál ríkisstjórnarinnar.

[14:59]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegi forseti. Nú gerði ég ekki annað en benda hv. þingmanni á hið augljósa að þingið hefur nægan tíma til að klára öll þau mál sem liggja fyrir. Hv. þingmaður þarf ekki að hafa áhyggjur af fundum mínum með forseta Alþingis. Við förum að sjálfsögðu yfir þessi mál eftir því sem þeim vindur fram.

Hvað varðar spurningar hv. þingmanns um húsnæðismálin þá svaraði ég því nú hér áðan að það er að sjálfsögðu áformað að koma með mál sem varða húsnæðismálin en þar hefur hæstv. félagsmálaráðherra viljað taka tillit til þróunar á vinnumarkaði sem að mínu mati er mjög skynsamlegt. Með því er vonandi hægt að liðka fyrir því að samningar náist en um leið stuðla að því að þeir samningar skili sem mestu til þeirra sem þurfa á því að halda.