144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:50]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Um þetta snýst málið. Ef breytingartillagan verður samþykkt er verið að skapa það fordæmi að hér geti þingmenn algerlega farið fram hjá verkefnisstjórninni, farið fram hjá lögum um rammaáætlun. Svo óskammfeilið er þetta nú reyndar í þessari umræðu að hv. formaður atvinnuveganefndar segir það bara blákalt að atvinnuveganefnd hafi ákveðið að taka að sér hlutverk verkefnisstjórnarinnar í vinnunni og klára þau álitamál sem verkefnisstjórninni var falið að klára. Hér vakna auðvitað ótrúlega margar spurningar. Er atvinnuveganefnd, þegar hún er orðin verkefnisstjórn í rammaáætlun, bundin sömu skyldum og þar er talið upp í lögum? Er það ekki? Á hún þá ekki að reka alla faghópana og er bundin þeim og öllu saman? Þetta eru lögfræðilegar ógöngur.