144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:56]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að á undanförnum áratugum hafi þetta þjóðfélag verið smám saman og kannski í gegnum allar þessar deilur um virkjun og vernd verið að skilgreina betur hvað felst í verðmætum. Kannski mun það líka hjálpa okkur til þess að skilgreina þessi verðmæti að hingað þyrpast nú ferðamenn hvaðanæva að úr heiminum til þess að upplifa nákvæmlega þetta, náttúruna, þannig að fullt af fólki sér þessi verðmæti. Þegar kemur að því að ákveða hvort það eigi að eyðileggja þau þá finnst mér eitthvað svo augljóst að við eigum í öllu falli að flýta okkur hægt. Það að setja (Forseti hringir.) einhverja nokkra kosti í bið til að kanna þá betur, það er ekki glæpur.