144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:06]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að þessi málflutningur hæstv. forsætisráðherra hafi orðið til í einhverri panik í morgunsárið. Ég átta mig ekki alveg á þessu.

Það er hins vegar mjög mikilvægt að missa ekki sjónar á því að það liggja gríðarlegir möguleikar í orkuauðlindum Íslendinga. Núna er t.d. Landsvirkjun búin að einbeita sér að því í mörg ár að reyna að fá meira verð fyrir þá orku sem er verið að nýta. Þar benda menn á orku í kerfinu, svokallaða stýranlega orku sem við erum ekki að selja neinum og gætum verið að selja núna og þyrftum ekki að byggja virkjanir til þess. Með því að gera þetta — þetta mundi ég segja ef ég væri forsætisráðherra — og fá aukinn arð getum við farið að setja pening í alls konar uppbyggingu á fjölbreyttu atvinnulífi um allt land, Tækniþróunarsjóð, Nýsköpunarsjóð, græna hagkerfið og skapandi greinar. Við gætum farið að byggja upp innviðina, (Forseti hringir.) heilbrigðiskerfið, menntakerfið. Það væri (Forseti hringir.) björt framtíð.