144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:10]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Í aðdraganda þessarar umræðu kom fram í máli hæstv. forsætisráðherra, raunar var það á fyrsta degi þessarar umræðu, og það sama kom fram á fundi þingflokksformanna af hálfu hv. þm. Þórunnar Egilsdóttur að þau hefðu áhuga á því að taka þátt í rökræðu um þetta mál, þau hefðu áhuga á því að hlýða á málflutning þeirra sem væru andsnúnir tillögunni og taka mið af þeim rökum og/eða bregðast við þeim. Ekkert af þessu hefur gerst. Við erum núna á fjórða eða fimmta degi þessarar umræðu. Þeir sem fara fyrir annars vegar ríkisstjórninni og hins vegar þingflokki Framsóknarflokksins hafa ekki tekið þátt í umræðunni og þar sem hæstv. forsætisráðherra hefur komið að umræðunni um rammaáætlun lýsir mjög djúpstæðum þekkingarskorti (Forseti hringir.) á bæði lögunum sem slíkum og á tillögunni. (Forseti hringir.) Við hljótum að óska eftir því að þetta fólk taki hér þátt í umræðunni svo að henni (Forseti hringir.) geti farið að vinda fram af einhverju viti.