144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:13]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tek undir kröfur og beiðnir stjórnarandstöðunnar í þessu máli. Eins og við höfum margítrekað sagt er málið auðvitað í óþökk okkar og þegar skilaboðin eru eins misvísandi og hér hefur komið fram er ástæða til að við ræðum fundarstjórn forseta, sérstaklega í ljósi þeirrar niðurstöðu sem hann birtir í úrskurði sínum og af því að sagt var hér í sal áðan að hann ætti ekki að deila við dómarann, og það er mjög mikilvægt, hann er ekki dómari. Hann er forseti okkar allra þingmanna og honum ber að virða það. Hins vegar höfum við haldið því fram að úrskurður hans litist af pólitík og höfum fært fyrir því rök.

Á meðan við erum með þetta mál hér inni og forseti þingsins, Einar Kristinn Guðfinnsson, heldur þinginu í gíslingu með málinu eru Samtök atvinnulífsins farin að hóta uppsögnum, gera könnun á meðal fyrirtækja sinna sem hóta núna þeim sem eru í verkfalli uppsögnum (Forseti hringir.) og mála skrattann á vegginn til þess eins að vera með hræðsluáróður. Þetta er það sem við eigum að vera að ræða, hvernig samfélag við viljum hafa og hvað við getum gert til.