144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:18]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ástæðan fyrir því að við erum stödd þar sem við erum stödd núna er sú að ríkisstjórnin er fullkomlega getulaus. Það kemur fram endurtekið að hér er engin forusta, hvorki fyrir ríkisstjórninni né fyrir stjórnarflokkunum. Það er 19. maí og þetta fólk veit ekkert hvað á að setja á dagskrá, það veit ekkert um hvað það ætlar að ræða. Það hefur ekkert skipulagt sig inn í framtíðina, það virðist ekki tala saman, það virðist ekki tala saman nema bara í gegnum fjölmiðla og staðan er sú að þá er dregið upp það leikrit að við ætlum að ræða hér rammaáætlun dag eftir dag í staðinn fyrir að við horfumst í augu við það að fullkomið getuleysi er á ferð.

Vandinn í samfélaginu er gríðarlegur og það eina sem þetta fólk hefur fram að færa eru stælar, háðsglósur og útúrsnúningar og af því tilefni vil ég sérstaklega fagna því að hv. þm. Vigdís Hauksdóttir er komin á mælendaskrá um fundarstjórn forseta og mun sýna hér fram á nákvæmlega þessa þætti.