144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:24]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mér finnst afar mikilvægt að hæstv. forsætisráðherra sé hér í salnum og hlusti á ræður. Það er líka mjög mikilvægt að hæstv. forsætisráðherra komi hingað í ræðu og fari yfir það af hverju það er svona mikilvægt að setja þessa virkjunarkosti í nýtingu, (VigH: Það er bein útsending af fundinum.)af hverju það er svona mikilvægt að bæta þeim við þá orkunýtingarkosti sem nú þegar er verið að vinna með eins og Bjarnarflag, Þeistareyki, Reykjanes og síðan höfum við Hellisheiðarvirkjun og Búðarháls. (VigH: Glæsilegt.) Af hverjum þurfum við að bæta þessu við? Af hverju þurfum við að fara fram hjá faglegu mati? (VigH: Sæstrengur til Evrópu. …)Hvað liggur á? Hver er atvinnustefna hæstv. ríkisstjórnar? Við þurfum að fá hæstv. forsætisráðherra hingað í ræðustól til að fara yfir þetta með okkur.