144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:25]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Hv. þm. Vigdís Hauksdóttir verður að svara okkur því hvernig á að ljúka þingstörfum á þeim stutta tíma sem fram undan er, ef við höldum starfsáætlun eins og forseti þingsins hefur talað um. Hvernig í ósköpunum sér hún fyrir sér að hægt sé að ljúka þingstörfum ef þetta á að vera eina stóra málið sem á að afgreiða? Og það er ekki bara að þetta sé mál sem er mjög umdeilt, þetta er líka ólöglegt ferli sem við erum að fara með það í. Það hefur komið fram, og menn vilja kannski gleyma því, að umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úrskurðað að það eigi ekki að taka virkjunarkosti til umræðu á Alþingi nema verkefnisstjórn hafi skilað af sér tillögum og það hefur ekki verið gert. Þess vegna snýst þetta ekki aðeins um að ræða málið heldur er kolólöglega að þessu staðið. Meiri hluti hv. atvinnuveganefndar ætti að hugsa sig aðeins um eða þetta gæti endað allt í málaferlum.