144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:02]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnast þetta svo ótrúlega langsóttar skýringar hjá hæstv. forsætisráðherra að ég get eiginlega ekki svarað þessu. Eins og ég sagði í ræðu minni þá mundi ég halda að alla vega fyrir okkur sem búum fyrir norðan og austan skipti meira máli að fá raforkuna sem þó er til á það svæði. Það hamlar beinlínis atvinnuuppbyggingu á svæðinu að menn hafa ekki komið raflínum upp sem flytja rafmagnið til Norðausturlands og það er kaldara svæði en höfuðborgarsvæðið þannig að ég mundi halda að það skipti meira máli. En að tala um þetta í samhengi við kjarasamninga finnst mér mjög skrýtið.