144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:04]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að einstakir virkjunarkostir leysi ekkert kjaradeilur. Það er verið að virkja í dag, t.d. er ánægjuleg uppbygging fyrir norðan á Þeistareykjum. Ég held að þegar kemur að kjaramálum þá skipti máli að byggja upp traust. Ég held að sá órói sem við finnum núna á vinnumarkaði snúist líka um vantraust á ríkisstjórnina og kannski á stjórnmálin í heild sinni, ég held að það skipti meira máli og þá er þetta mál ekki til þess fallið að auka traust. Við getum ekki einu sinni farið eftir þeim lögum og verkferlum sem við sjálf höfum sett. Það er ekki góður bragur á því.