144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:07]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil vitna í ræðu hv. þm. Guðmundar Steingrímssonar sem mér fannst útskýra ágætlega þá stöðu sem ráðherra er í þegar allar þessar umsagnir eða athugasemdir koma. Það er enginn stórkostlegur skaði skeður með því að bíða og skoða málið betur og meiri skaði skeður ef farið er í að virkja án þess að gæta fyllstu varúðar.

Ég geri í sjálfu sér engar athugasemdir við það verklag en mér finnst hvimleitt að alltaf sé verið að vísa í eitthvað sem ekki var vel gert, mér finnst menn um leið viðurkenna að þeim finnist þeir ekki vera að gera þetta faglega núna.