144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:48]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ítreka spurninguna aftur hvort hún telji að rammaáætlun 2 sé úr gildi eða hvort þeir átta kostir sem voru skoðaðir, það séu bara þeir sem eru ekki í gildi lengur eða allir þeir 66 kostir sem voru unnir. Skil ég hana rétt að þeir séu ekki virkir?

En það vill þannig til að Orkustofnun, sem er búin að vinna í þessum faghópum af mikilli röggsemi og þekkingu, segir í umsögn sinni, með leyfi forseta:

„… eins og ranglega virðist hafa verið gerð krafa um við meðferð Alþingis. Svo virðist sem veigamestu rökin fyrir flutningi virkjunarkostsins úr nýtingarflokki í biðflokk hafi verið þau, að rannsaka þyrfti betur áhrif virkjananna á laxfiska í Þjórsá. Slík umhverfisskoðun kemur þó fyrst til álita við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, …“

Er hv. þingmaður sammála þessu eða ekki, því sem kemur hérna fram? Eins ítreka ég spurninguna um rammaáætlun 2, hvort hún sé bara úr gildi.