144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:15]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég verð að taka undir með þeim sem hér hafa talað, það er eiginlega alveg merkilegt að hugsa til þess að það sé búið að leggja munnlega fram tillögu fyrir nokkrum dögum og hún hafi svo ekki komið fram formlega, skrifleg með formlegum hætti, þannig að hægt sé að vinna þetta mál eðlilega.

Forseti þingsins, Einar K. Guðfinnsson, sagði fyrr í morgun að starfsáætlun mundi halda. Það er ekki þingfundur á mánudag, heldur á þriðjudag, og svo er eldhúsdagur á miðvikudag. Þá er nú farið að styttast í annan endann, það eru fjórir dagar í næstu viku og þingfrestun er sá einn þeirra, þannig að í ljósi þess að enn þá er verið að fjalla um rammaáætlun þykir manni svolítið sérstakt að hér funda nefndir og gera væntanlega í öllum hléum sem tækifæri gefast til, en hvenær á að koma þessum málum á dagskrá ef þinghaldið á að vera eðlilegt? Svo er ámælisvert að það skuli ekki staðfest að á milli forseta þingsins og forsætisráðherra (Forseti hringir.) að eitthvert samkomulag hafi náðst um störfin.