144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:19]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég tek undir með varaformanni Samfylkingarinnar, það er mikilvægt að hæstv. forsætisráðherra komi hingað og fari yfir þetta með okkur og útskýri það. Ég er ekki skipulagshagfræðingur. Ég vil fá útskýringar á því hvernig á að leysa þetta mál eða liðka fyrir kjaradeilum. Af hverju ætti ekki frekar að vera til dæmis fjármögnun á uppbyggingu innviða í ferðaþjónustu sem er sú atvinnugrein sem vex hér örast og skapar hvað mestar gjaldeyristekjur? Það er mikilvægt að fá upplýsingar um þetta frá manni sem er væntanlega í samræðum við aðila. Það er ekki hægt að bjóða okkur upp á hálfkveðnar vísur þegar við erum að ræða hér stöðu á vinnumarkaði sem logar í deilum.