144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:06]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrrverandi umhverfisráðherra kærlega fyrir góða ræðu og yfirferð yfir söguna eins og hún var.

Mig langaði til þess að spyrja hv. þingmann út í lagagrein í lögunum um rammaáætlun, sem voru samþykkt hér 11. maí 2011 með öllum greiddum atkvæðum af fólki úr öllum flokkum. Þar segir í bráðabirgðaákvæði, 2. mgr.:

„Áður en tillaga til þingsályktunar er lögð fram á Alþingi skal ráðherra kynna hana þeim aðilum sem greinir í 3. mgr. 10. gr. og gefa öllum kost á að koma á framfæri athugasemdum með tilgreindum hætti.“

Þingmaðurinn fór yfir það að komið hefðu fjölmargar athugasemdir. Hefði verið eðlilegt að hunsa þær athugasemdir? Af hverju ætli lagagreinin hafi verið höfð með þessum hætti?