144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:07]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Öll þróun í umhverfis- og náttúruverndarlöggjöf í löndunum í kringum okkur, og þar með talið hér á Íslandi, hefur hnigið í þá átt að auka og styrkja aðkomu almennings, að draga úr miðstýringu og auka aðkomu almennings, styrkja stöðu sveitarfélaga og styrkja stöðu almennings, ekki bara gagnvart ákvörðunartöku heldur einnig að því er varðar það að opna allt ferlið og gera það sýnilegt og gagnsætt.

Árósasamningurinn felur það í sér í raun að styrkja aðkomu almennings og við vorum að innleiða síðustu grein hans eða stoð á síðasta kjörtímabili og gerðum það líka í þverpólitísku samstarfi. Hún fjallar um nákvæmlega þetta, að styrkja aðkomu almennings. Ég held því að að þessi grein endurspegli í raun þróun í löggjöf almennt í umhverfis- og náttúruverndarlöggjöfinni en ekki síður …

Já, þetta var einmitt það sem hlaut að gerast, að ein mínúta varð allt í einu núll.

Varúðarreglan er náttúrlega regla sem við höfum undirgengist alþjóðlega þannig að það er nokkuð sem við þurftum að hafa í huga og taka mið af.

(Forseti (SJS): Forseti biður hv. þingmann velvirðingar en því miður var klukkan óvart stillt á tvær mínútur en átti að vera ein.)