144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:14]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, förum enn lengra út úr þessum skala. Ef við hugsum á alþjóðavísu, er það þá ekki svo, herra forseti, að okkur ber að virkja miklu meira, vegna þess að við erum hér með græna orku sem aðrar þjóðir hafa ekki í jafnmiklum mæli og hafa ekki þekkinguna að sama skapi og við? Mig hefur alltaf langað að vita það frá Vinstri grænum, af því að mér finnst þeir hugsa um umhverfismál í þröngri kúlu í kringum Ísland, og ég skil ekki alveg hvernig það getur fúnkerað í alþjóðasamhengi: Er það einfaldlega ekki þannig að okkur Íslendingum ber að axla ábyrgð gagnvart umhverfinu með því einmitt að afla meiri grænnar orku og nýta hana öllum heiminum til góða?