144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:47]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er af mörgu að taka í efnisríkri ræðu hv. þingmanns. Ég ætla að byrja á að nefna einn þátt og það er varðandi það þegar hv. þingmaður kemur að því með hvaða hætti staðið er að þessari tillögu. Hæstv. umhverfisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að leggja fleiri virkjunarkosti fyrir Alþingi en Hvammsvirkjun þar sem verkefnisstjórn hefði ekki lokið af sér af um hina kostina. Það liggur skýrt fyrir af hálfu verkefnisstjórnar að vinnu sé ekki lokið við hina kostina.

Hv. þingmaður tók undir með hv. þm. Ragnheiði Ríkharðsdóttur í umræðu um rammaáætlun 17. desember 2012 og sagði varðandi Urriðafossvirkjun að sjálfsagt mál væri hlífa henni að sinni á meðan frekari rannsóknir færu fram. Nú liggur fyrir sú afstaða verkefnisstjórnar að frekari (Forseti hringir.) rannsóknir þurfi að fara fram á Urriðafossvirkjun. Hvernig réttlætir hv. þingmaður þessi sinnaskipti?