144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:04]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þetta andsvar. En ég held að engar bætur geti bætt það upp að fólk missi heimili sitt og ævistarf, það er ekkert sem getur bætt það. Og þetta fólk sem skrifar þetta bréf vill það ekki, það er alveg á hreinu.

Fram kom í ræðu hv. þingmanns að hægt hefði verið að koma af stað einhverjum stóriðjuverkefnum á Suðurnesjum ef virkjunarframkvæmdir hefðu farið í gang. Það kom líka fram í ræðu í dag hjá hv. þm. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur að ekki nema 4% af því rafmagni sem framleitt er í Suðurkjördæmi er nýtt þar. Finnst hv. þingmanni það forsvaranlegt þegar verið er að virkja annað eins magn og er virkjað í Þjórsá nú þegar að það sé allt flutt burt úr héraði og ekkert notað fyrir atvinnusköpun þar? Við gætum líka talað um að lækka verð til grænmetisbænda sem sumir hv. þingmenn í Suðurkjördæmi lofuðu á fundi (Forseti hringir.) fyrir kosningar.