144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:32]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég óska eftir því í fullri vinsemd að umræðu um þetta mál verði frestað, fundi slitið og forseti setjist yfir það með þingflokksformönnum hvernig þinghaldi skuli fram haldið. Þetta nær ekki nokkurri átt. Hæstv. forseti getur ekki verið sáttur við það að hér sé talað út og suður um breytingartillögur og það fáist enginn botn í það hvort eigi að leggja þær fram, með hvaða hætti það verði gert og hvort við fáum yfir höfuð tækifæri til þess að ræða þær. Við höfum mörg margoft bent á það að við teljum úrskurð forseta hæpinn og viljum hlutlausara mat, við teljum þetta pólitískt mat. Með fullri vinsemd, hæstv. forseti, (Forseti hringir.) er ekki hægt að fresta þessum fundi eða slíta og (Forseti hringir.) setjast með þingflokksformönnum og tala saman eins og fólk?