144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:35]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Jón Gunnarsson) (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Áfram heldur leikritið og málþófið og ekki er umræðan efnismikil hjá hv. stjórnarandstöðunni. Það er alveg með ólíkindum að hlusta á þetta. Að sjálfsögðu, eins og hæstv. umhverfisráðherra hefur tilkynnt, hefur orðið samkomulag á milli meiri hluta atvinnuveganefndar og ráðherrans um að draga til baka e-lið tillögunnar, um Farið við Hagavatn, Hagavatnsvirkjun. Við höfðum hugsað okkur þá málsmeðferð að draga e-liðinn til baka þegar málið kæmi til afgreiðslu hér við atkvæðagreiðslu. Ég mun fara yfir það með þingfundaskrifstofunni og þeim á morgun hvort betra sé að við göngum frá þessari breytingartillögu formlega. En hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar geta alveg treyst því að við þetta verður staðið. Þá geta þeir metið það í þeirra umræðu og þurfa ekki að fjalla frekar um það. (Forseti hringir.) Við þetta verður staðið og ég held að við ættum nú að hætta þessu leikriti og leikaraskap og málþófi (Forseti hringir.) og fara að snúa okkur að efnislegri umræðu áfram.