144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:58]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrirspurnina. Nú ætla ég ekki að fara í lögfræðibúninginn og leika lögfræðing, ég geri það ekki. Ég hef talið, samkvæmt þeim upplýsingum og því sem okkur hefur verið sagt í atvinnuveganefnd, að þingið hafi fulla heimild til þess að taka þessi mál upp og ræða þau enda séu lögin fyrst og fremst stjórnsýslulög þar sem stjórnsýslan mun fara eftir þeim. Við á einhverjum punkti eigum að geta haft svigrúm til að ræða þau hér innan dyra. Ég ætla ekki að gera lítið úr þessu áliti, en ég er ekki lögfræðilærður og mun ekki hætta mér út á þá braut að gagnrýna það og mun fylgja því áliti sem við höfðum og úrskurði forseta um að þessi tillaga sé þingtæk. Á því byggi ég afstöðu mína.