144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:06]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni afar einlæga ræðu. Mér finnst hún til marks um að umræðan hafi orðið til einhvers því hér er að mörgu leyti hv. þingmaður kominn algjörlega að kjarna málsins, þ.e. í fyrsta lagi að við eigum ekki að vera upptekin af fortíðinni, við eigum að tala saman, við eigum að vinna þannig að við séum sátt við dagsverkið og að við verðum að finna sátt og taka sem minnsta áhættu fyrir náttúruna. Það er það sem hv. þingmaður sagði.

Hv. þingmaður lagði til að við töluðum saman. Ég vil biðja hv. þingmann að segja mér hvernig hann sjái fyrir sér að það samtal eigi sér stað og spyrja hann líka hvort hann telji að það gæti orðið til þess að liðka fyrir þeirri sátt að draga breytingartillögu meiri hluta atvinnuveganefndar til baka og freista þess að ná sátt um að breytingartillaga (Forseti hringir.) ráðherra fái þinglega meðferð og hitt verði dregið til baka í nafni einhvers konar sáttar.