144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:25]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er alltaf að verða skýrara og skýrara að þingmenn sem standa að þessari tillögu í hv. atvinnuveganefnd eru smátt og smátt að draga í land. Ég held að það sé rétt að ljúka þessari umræðu og að málið verði kallað aftur inn í atvinnuveganefnd þar sem meiri hluti atvinnuveganefndar skoðar þá hug sinn miðað við það sem hefur komið fram í máli þeirra eins og hjá hv. þm. Ásmundi Friðrikssyni sem var hér í ræðu mjög mjúkur á manninn og skilningsríkur. Ég hef trú á því að hann vilji fylgja orðum sínum eftir í atvinnuveganefnd og ræða við félaga sína sem eru kannski aðeins harðari í horn að taka og breyta þessari tillögu þannig að hún verði bara lögð inn í verkefnisstjórn.