144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:42]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Mig langar að ítreka spurningu mína sem ég bar fram áðan um hvort forseti hygðist heyra í þingflokksformönnum og formönnum stjórnarflokkanna til þess að reyna að leita sátta um hvernig við höldum á þingstörfunum undir lokin. Ég tek undir með hv. þm. Ásmundi Friðrikssyni sem flutti ágætisræðu í gær þar sem hann talaði um faglegt álit utan þings, það væri vert að setja málið til nefndarinnar aftur. Svo ítreka ég spurningu mína frá því í gærkvöldi þar sem fram kom hjá hæstv. forseta að hann teldi að meiri hluti atvinnuveganefndar mundi leggja fram þá breytingartillögu sem hæstv. forsætisráðherra og hæstv. umhverfis- og auðlindaráðherra lögðu hér fram munnlega. Það kom fram hjá hv. formanni atvinnuveganefndar að það ætti að ræða við starfslið þingsins um hvernig bæri að gera það. Ég spyr: Megum við eiga von á þessari (Forseti hringir.) breytingartillögu inn í umræðuna í dag? Eins og komið hefur fram (Forseti hringir.) þá er umræðunni að ljúka, þ.e. þetta er síðasta „sessjónið“.