144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:44]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um dagskrártillögu en í hartnær viku hefur komið fram mjög eindregin afstaða minni hlutans á Alþingi um að málið verði tekið af dagskrá og leitað verði leiða til þess að hægt sé að afgreiða þingsályktunartillögu umhverfisráðherra.

Þegar þingmenn ganga til atkvæða á eftir langar mig að minna þá á að 49,8% greiddra atkvæða í síðustu kosningum, rétt innan við 50%, fóru til Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, voru greidd þeim flokkum, en þessir tveir flokkar eru með 60% atkvæðavægi á Alþingi. Þegar fólk beitir þessu meirihlutavaldi hér á eftir bið ég það að hafa þetta í huga og jafnframt eindregnar óskir okkar í minni hlutanum.