144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:50]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég undrast það að hv. þingmenn Guðlaugur Þór Þórðarson og Ásmundur Friðriksson skuli ekki styðja tillögu okkar. Þeir hafa lagt til að málið gangi til nefndar og málið getur því aðeins gengið til nefndar að gert verði hlé á umræðunni. Þess vegna er nauðsynlegt að samþykkja þessa tillögu til þess að það geti orðið. Ég hvet því þá þingmenn sem vilja reyna að leita lausna á málinu og fá umfjöllun í nefndinni til þess að greiða tillögunni atkvæði. Það er ekki nauðsynlegt að fella allar tillögur bara af því að þær koma frá stjórnarandstöðunni, það er sjálfsagt að samþykkja góðar tillögur sem koma frá minni hlutanum. Þetta er góð tillaga og í samræmi (Gripið fram í.) við yfirlýsingar hv. þingmanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Ásmundar Friðrikssonar.