144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:56]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég greiði atkvæði með þessari breytingu á dagskrártillögu. Við í minni hlutanum reynum hér að liðka fyrir störfum þingsins og taka mikilvægari og merkilegri mál á dagskrá. En það er með ólíkindum þegar hv. formaður þingflokks sjálfstæðismanna heldur hér umvöndunarræðu yfir öðrum þingmönnum með miklu yfirlæti og kallar svo fram í ræðu annarra sem eru í atkvæðaskýringu, „kjaftæði“. (Gripið fram í.) Er þetta til fyrirmyndar ? Ég held að menn ættu að horfa í eigin barm og bera ábyrgð á sínum orðum í þessari umræðu. Við erum að tala um grafalvarleg mál hérna (Gripið fram í.) og við erum að greiða atkvæði um að taka þetta ólöglega mál sem er borið inn á þingið með ólögformlegum leiðum út af dagskrá og í raun og veru aðstoða meiri hlutann við það að fara eftir (Forseti hringir.) lögum í landinu.