144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:57]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég biðst velvirðingar á ónákvæmni minni áðan. Mér skilst að það hafi 70 gestir komið fyrir hv. þingnefnd og þetta hafi verið rætt í þaula. (Gripið fram í.) Ég held, virðulegi forseti, ef ég má klára, að það bæti ekkert í það þótt menn taki annan snúning á því. Ég held að allir þeir sem hafa skoðun á málinu séu búnir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og það er eins og hv. þm. nefndi áðan, einn ágætur hv. þingmaður, að til að leysa úr málinu þá þurfum við að greiða atkvæði. En ég hef nú trú á því að það verði einhverjar málefnalegar umræður í kjölfar þessarar atkvæðagreiðslu.