144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

breytingartillögur við rammaáætlun.

[11:01]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Ég verð að lýsa miklum vonbrigðum með niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um dagskrá þessa fundar. Það hefði óneitanlega liðkað fyrir þingstörfum ef hún hefði farið öðruvísi. Þetta var málefnaleg tilraun okkar í minni hlutanum til að bæta starfsandann í þinginu.

Ég verð líka að lýsa yfir hryggð minni vegna þess anda sem mætir svona tillögu. Það er alveg ótvíræður réttur minni hlutans og hvers þingmanns að flytja tillögu um dagskrána, að útskýra af hverju hún er borin fram í tveimur stuttum ræðum og í atkvæðaskýringu og ég lýsi yfir mikilli hryggð með að menn skuli umgangast lýðræðið með þeim hætti að koma trekk í trekk upp og kvarta yfir því að menn ræði og útskýri sjónarmið sín í þessu máli. Það er réttur okkar og það er sjálfsagt að menn geri það hér.