144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

breytingartillögur við rammaáætlun.

[11:07]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Skoðanaskipti eru upphaf alls og það er það sem við hv. þingmenn minni hlutans höfum átt í hér undanfarna daga, bæði í ræðum og í umræðu um fundarstjórn. Við höfum reynt að koma því til skila að menn geta ekki gengið fram með þessa breytingu á þessari þingsályktunartillögu rammans með þeim hætti sem gert hefur verið. Það getur enginn tekið af okkur þann rétt að tala um þetta mál, hvort sem er undir fundarstjórn eða með öðrum hætti.

Ég tek því undir orð hv. þm. þm. Svandísar Svavarsdóttur um að núna verði gert hlé í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur og þeirra hugmynda sem hafa komið upp hjá meiri hlutanum að það sé einhver möguleiki á að endurskoða þessa breytingartillögu, að menn staldri við, taki þetta til skoðunar hjá formönnum þingflokkanna og ræði þetta enn frekar.