144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

breytingartillögur við rammaáætlun.

[11:19]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég er ánægð með að forseti ætlar að boða til fundar með þingflokksformönnum hér fyrir hádegi. Það er líka brýnt að eitthvað nýtt komi inn í málið. Það er ekki bara hægt að taka eitthvert hlé fyrir kaffispjall með konfekti og ekkert nýtt komi út úr því. (Gripið fram í.) Þeir sem ráða ferðinni og stýra skútunni verða að vera tilbúnir að leggja eitthvað nýtt inn í málið. Fjöldi mála bíður eftir afgreiðslu og það eru einungis um þrír dagar eftir af þessu þingi miðað við það að hæstv. forseti talar um að starfsáætlun haldi svo það er eins gott fyrir stjórnarmeirihlutann að fara að bretta upp ermarnar ef hann ætlar að ná einhverjum málum hérna í gegn á þessum skamma tíma. Ég ætla rétt að vona að eitthvað bitastætt verði rætt á þessum fundi.