144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

breytingartillögur við rammaáætlun.

[11:29]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Það hryggir mig að forseti sé ekki tilbúinn til þess að fresta þessu máli og hleypa hinum málunum á dagskrá. Það hryggir mig líka að enn hefur ekki verið rætt við formenn þingflokkanna um hvort hér eigi að vera sumarþing eða ekki. Mér finnst svona vinnubrögð ólíðandi og mér finnst yfirgangurinn og það sem kristallast á Alþingi í þeim orðum hæstv. fjármálaráðherra að meiri hlutinn ráði óboðlegt á þjóðþinginu. Þetta eru óboðleg vinnubrögð, forseti, og það kemur mér verulega á óvart að forseti, sem á að vera forseti allra þingmanna, skuli svo blygðunarlaust þrýsta hér á dag eftir dag í verki að meiri hlutinn ráði. Það er ólíðandi og ég mun berjast gegn því hvort sem það er kallað málþóf eða ekki. Mér er sama. Ég skal bara viðurkenna það, forseti, að þangað til forseti hlustar á minni hlutann ætla ég að vera í málþófi. Það er aldrei hlustað (Forseti hringir.) á okkur.