144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

breytingartillögur við rammaáætlun.

[11:31]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Þessar umræður sem einhverjir hv. þingmenn meiri hlutans telja svo óþarfar og að snúist fyrst og fremst um að lengja hér umræður eru í raun mjög gagnlegar því að þær sýna að hv. þingmenn meiri hlutans eru ekki betur inni í málum en svo að þeir átta sig ekki einu sinni á því í hvaða umræðu málið er statt.

Hér var greinilega ætlunin að keyra mál í gegn í krafti meiri hluta án þess að hlustað hafi verið á fagmenn, án þess að lokið hafi verið lögbundnu ferli, málið er sett upp í mikilli taugaveiklun og í samhengi við kjaraviðræður sem er algjörlega óboðlegur málflutningur. Svo endurspeglar umræða undir þessum lið það að hv. þingmenn meiri hlutans, sem hvað mest eru áfram um að keyra málið í gegn í krafti meiri hluta vita ekki einu hvar við erum stödd í umræðunni. Mér finnst þetta gagnlegar umræður, verulega afhjúpandi (Forseti hringir.) um það að menn vita ekki einu sinni um hvað þeir eru að tala.